Fallegt við Selfljót

Bleikjan  verið að gefa sig neðst

Eins og víða mætti veiðin vera betri fyrir austan eins og í Selfljóti sem rennur austast á Hérðassöndum þar sem ósar fljótsins liggja. Í sumar hefur lítið rignt fyrir austan og það hefur komið niður á veiðinni. Lítið vatn og mikill hiti, hafa gert veiðimönnum erfitt fyrir allan ágúst.

Ljósi punkturinn er að ágætlega hefur veiðst á neðstu svæðunum við ósinn, af bleikju. Og líklega skilar fiskurinn sér á allra næstu dögum því það hefur aðeins ringt á svæðinu og það hefur sitt að segja. En bleikjan hefur verið að gefa sig og fátt er skemmtilegra en að veiða fallega sjóbleikju sem tekur ýmsar flugur.

Þetta sama hefur verið að gerast í Fögruhlíðarósnum, flott bleikja og sjóbirtingur neðar á svæðinu. Flottir fiskar og sumir vel vænir.

Í Fjarðará í Borgarfirði eystri hafa veiðimenn eitthvað verið að veiða, þegar var rennt fram hjá ánni fyrir nokkrum dögum var engin að veiða á stöng en veiðimenn að gera sig klára á gæs. Ekki sást mikið af fugli en hann hefur getað komið þegar kvöldaði.

Ljósmynd – það er fallegt við Selfljót, en þetta er við Fosshyl

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Selfljót