Fasi tvö kominn á fullt í vorveiðinni

Fasi tvö er haf­inn í vor­veiðinni. Vatna­veiðin er kom­in á fullt og þjóðgarður­inn á Þing­völl­um tók á móti fyrstu veiðimönn­un­um um páska­helg­ina. Elliðavatn opn­ar svo á fimmtu­dag og við bjóðum sum­arið vel­komið. Fasi eitt er þegar sjó­birt­ingsveiðin hefst í byrj­un apríl en nú er sil­ungsveiðin í vötn­um að taka flugið.

Hrauns­fjörður er far­inn að gefa og fyrstu fisk­arn­ir veidd­ust þar um páska­helg­ina. Bjarni Júlí­us­son ásamt fé­lög­um var að veiðum og fengu þeir bleikj­ur og sjó­birt­ing. Bjarni sagði í sam­tali við Sporðaköst að í Hrauns­firðinum sner­ist þetta fyrst og fremst um hvenær ísa leysti og hlýnaði aðeins. Hann nefndi til sög­unn­ar að komi hlý­indi í viku eða svo „verður mokveiði,“ til­kynnti hann.

Páskadagskvöld í Vatnskoti á Þingvöllum. Brynjar Páll Jóhannesson. Þessi urriði mældist 60 sentímetrar og tók Black Ghost. Það er vorkuldi í myndinni. Ljósmynd/Veiðikortið

mbl.is – Veiði · Read More