Fasi tvö er hafinn í vorveiðinni. Vatnaveiðin er komin á fullt og þjóðgarðurinn á Þingvöllum tók á móti fyrstu veiðimönnunum um páskahelgina. Elliðavatn opnar svo á fimmtudag og við bjóðum sumarið velkomið. Fasi eitt er þegar sjóbirtingsveiðin hefst í byrjun apríl en nú er silungsveiðin í vötnum að taka flugið.
Hraunsfjörður er farinn að gefa og fyrstu fiskarnir veiddust þar um páskahelgina. Bjarni Júlíusson ásamt félögum var að veiðum og fengu þeir bleikjur og sjóbirting. Bjarni sagði í samtali við Sporðaköst að í Hraunsfirðinum snerist þetta fyrst og fremst um hvenær ísa leysti og hlýnaði aðeins. Hann nefndi til sögunnar að komi hlýindi í viku eða svo „verður mokveiði,“ tilkynnti hann.
Páskadagskvöld í Vatnskoti á Þingvöllum. Brynjar Páll Jóhannesson. Þessi urriði mældist 60 sentímetrar og tók Black Ghost. Það er vorkuldi í myndinni. Ljósmynd/Veiðikortið
mbl.is – Veiði · Read More