„Já við fórum félagarnir í Kvíslavatn nyrðra um síðustu helgi og veiddum bara sæmilega,“ sagði Kári Jónsson í samtali en hann var á Arnarvatnsheiði við veiðar eins og þeir félagar hafa gert síðustu ár frá 2014.
„Við fengum 28 fiska og það voru mest urriðar, sem voru frekar vel haldnir, veiddum á Dýrbítinn, svartan og orange.
En við lentum í því að festa bílinn í holuklaka og bleytu, svo ferðin gekk seint. Mikil ganga með allan búnað og vistir, en fagurt er á fjöllum,“ sagði Kári enn fremur en þeir hafa farið á heiðina síðustu tíu árin en oftast verið fleiri en núna.
Fjör á Arnarvatnsheiði síðustu helgi
Veiðar · Lesa meira