Fjöldasamkoma á Seleyrinni í gær

„Það var fín veiði um daginn og ég fékk ellefu sjóbirtinga einn daginn, tveggja til þriggja punda, flotta fiska,“ sagði veiðimaður sem renndi á Seleyri við Borgarfjörð í gærkvöldi og bætti við um leið og hann kastaði tóbíspún sínum úti í strauminn. „Um daginn var flott veiði hérna en svo kom helvítist ótíð og fiskurinn hvarf, hann hlýtur að koma aftur,“ sagði veiðimaðurinn og dró inn færið. 

Einn og einn var þarna að veiða en fyrir neðan  Hótelið undir Hafnarfjalli var eins og útisamkoma, veiðimaður við veiðimann, ekki færri en tuttugu að veiða þar. Eitthvað var að veiðast en ekki mikið. En áhuginn var greinilega fyrir hendi og hann vantaði ekki í þennan stóra hóp veiðimanna.

Seleyrin getur svo sannarlega gefið við góð skilyrði, mest sjóbirting og bleikju. Auðvitað veiðist einn og einn af þúsundum fiska sem fara um á hverju sumri.

Áhugasamir veiðimenn við Seleyri við Borgarfjörð. Mynd: /María Gunnarsdóttir

Veiðar · Lesa meira

Hólaá – Austurey