Silungsveiðin hefur gengið vel víða í sumar og margir fengið góða veiði, fiskurinn er vænn og magnið í meira lagi. Það er víða fisk að finna í vötnum og ám landsins, hann Helgi Stefán Ingibergsson var á veiðum vestur í Dölum fyrir skömmu og kom ekki tómhentur heim.
Flott veiði komin á land
„Við vorum að veiða, ég og Alexander Þór Helgason og það gekk vel, fengum fína fiska, vestur í Dölum,“ sagði Helgi Stefán Ingibergsson um veiðiferðina. „Fiskurinn veiddist mest á spúnn, flott veður og við nutum veiðanna í botn, skal ég segja þér. Er búinn að veiða eitthvað í sumar en maður veiðir aldrei nóg,“ sagði Helgi Stefán í lokin.
Mynd. Alexander Þór Helgason með flotta bleikju.
Myndir Helgi Stefán
Veiðar · Lesa meira