Flottir fiskar úr Vatnsdalsá

María Júlía með fisk úr Hópinu. Mynd Reynir.

„Við feðgin ákváðum að taka bíltúr í Húnavatnssýsluna og renna fyrir fisk í Hópinu fyrir fáeinum dögum,“ sagði Reynir Örn Þrastarson og bætti við; „þó veðurspáin hafi ekki verið neitt sérlega spennandi. Það var nú ekki mikið líf en við fengum í soðið og fórum kát í bæinn og unga veiðikonan Margrét Júlía reynslunni ríkari, vindbarin og rjóð í kinnum með tvo silunga í kæliboxi sem búið er að borða. Hópið er skemmtilegur veiðistaður og ágætis veiðivon en umgengni við vatnið er ekki til fyrirmyndar því miður,“ sagði Reynir ennfremur.

Fín veiði hefur verið á silungasvæðinu í Vatnsdalsá og hollið sem var að hætta veiðum fékk um 80 fiska. „Við fengum um 80 fiska en þetta voru Oddfellowar sem voru þarna að veiða, það er alltaf gaman í Vatnsdalnum,“ sagði Ólafur Stephensen sem var á veiðislóðum fyrir fáeinum dögum.

Veiðar · Lesa meira

Urriðafoss í Þjórsá