„Ég hef ekki orðið vör en fiskurinn er hérna allt um kring,“ sagði Hrönn Sigurgeirsdóttir, sem var við veidar í rennisléttu Hreðavatni á laugardaginn ásamt miklu fleiri veiðimönnum.
Veiðimenn á öllum aldri og eitthvað fékkst af fiski en flestir voru þeir smáir.
Það þarf að gera átak í að grisja mörg vötn landsins þegar fiskurinn er orðið alltof smár oft varla stærri en flotholtið sem veiðimenn nota.
En útiveran togar I góðu veðri.
Hérna áður voru vötn grisjuð reglulega en það er löngu löngu liðin tíð.
Hreðavatn. /Mynd María Gunnarsdóttir
Veiðar · Lesa meira