Nú er lag í Elliðavatni. Toppflugan er að klekjast út og mun það ástand vara næstu daga og jafnvel vikur. Hrafn Ágústsson annar af Caddisbræðrum var við veiðar í vatninu í gær, á sjálfan plokkdaginn og veiddi á flugu sem hnýtt var úr rusli.
Ef þú ert einn af þeim veiðimönnum sem átt erfitt með að fá fisk í Elliðavatni, eins og er með ritstjóra Sporðakasta þá er nú lag. Hrafn Ágústsson landaði níu urriðum í gær og öllum á þurrflugu. Hann var með litla cdc Shipman buzzer undir. „Já. Næstu dagar gætu orðið góðir. Toppflugan er að klekjast og urriðinn er að éta hana. En þetta er klikkuð þolinmæði,“ sagði sérfræðingurinn Hrafn Ágústsson þegar Sporðaköst leituðu til hans.
Þolinmæði er leynivopnið og finna rétta staðinn þar sem fiskur er að vaka. Hrafn með einn af fiskum gærdagsins. Ljósmynd/Hrafn Ágústsson
mbl.is – Veiði · Lesa meira