„Nú er lag en þetta er klikkuð þolinmæði“

Nú er lag í Elliðavatni. Topp­flug­an er að klekj­ast út og mun það ástand vara næstu daga og jafn­vel vik­ur. Hrafn Ágústs­son ann­ar af Cadd­is­bræðrum var við veiðar í vatn­inu í gær, á sjálf­an plokk­dag­inn og veiddi á flugu sem hnýtt var úr rusli.

Ef þú ert einn af þeim veiðimönn­um sem átt erfitt með að fá fisk í Elliðavatni, eins og er með rit­stjóra Sporðak­asta þá er nú lag. Hrafn Ágústs­son landaði níu urriðum í gær og öll­um á þurrflugu. Hann var með litla cdc Shipman buzzer und­ir. „Já. Næstu dag­ar gætu orðið góðir. Topp­flug­an er að klekj­ast og urriðinn er að éta hana. En þetta er klikkuð þol­in­mæði,“ sagði sér­fræðing­ur­inn Hrafn Ágústs­son þegar Sporðaköst leituðu til hans.

Þolinmæði er leynivopnið og finna rétta staðinn þar sem fiskur er að vaka. Hrafn með einn af fiskum gærdagsins. Ljósmynd/Hrafn Ágústsson

mbl.is – Veiði · Lesa meira