Stytta veiðitímabil og bjóða bónusstangir

Áhuga­verðar breyt­ing­ar verða á Syðri Brú, efsta veiðisvæðið í Sog­inu í sum­ar. Byrj­un veiðitím­ans er seinkað fram til 10. júlí þó svo að veiði megi hefjast 21. júní. Þá bæt­ast við þrjár stang­ir í sil­ungi á nýju og spenn­andi svæði milli virkj­ana. Svæðið hef­ur ekki verið veitt í mörg ár og geym­ir bæði bleikju og urriða. Þess­ar stang­ir fylgja með laxveiðileyf­inu og er bón­us fyr­ir veiðimenn sem kaupa veiðileyfi í Syðri Brú.

Ármann Ingi Árnason búinn að setja í hann á Landaklöpp í Syðri Brú í fyrra. Spennandi augnablik hjá ungum veiðimanni. Ljósmynd/ÁÞA

mbl.is – Veiði · Lesa meira