Áhugaverðar breytingar verða á Syðri Brú, efsta veiðisvæðið í Soginu í sumar. Byrjun veiðitímans er seinkað fram til 10. júlí þó svo að veiði megi hefjast 21. júní. Þá bætast við þrjár stangir í silungi á nýju og spennandi svæði milli virkjana. Svæðið hefur ekki verið veitt í mörg ár og geymir bæði bleikju og urriða. Þessar stangir fylgja með laxveiðileyfinu og er bónus fyrir veiðimenn sem kaupa veiðileyfi í Syðri Brú.
Ármann Ingi Árnason búinn að setja í hann á Landaklöpp í Syðri Brú í fyrra. Spennandi augnablik hjá ungum veiðimanni. Ljósmynd/ÁÞA
mbl.is – Veiði · Lesa meira