„Já ég skrapp bara í klukkutíma í Apavatn og það gekk fínt,“ sagði Ingólfur Kolbeinsson er við heyrðum aðeins í honum. En silungsveiðin hefur víða gengið vel og veiðimenn að fá flotta veiði, fiskurinn virðist líka vera vel haldinn eftir veturinn. „Ég þurfti aðeins að kasta og þá bognaði stöngin en þegar ég hafi veitt nokkra var þetta komið gott, fín útivera þarna við vatnið. Fiskurinn var að taka Black nose dase, Olive nobbler og Gull nobbler. Það er fínt að skreppa aðeins og taka nokkur köst,“ sagði Ingólfur ennfremur.
Við fréttum af öðrum veiðimanni sem fór í Laugarvatn og fékk nokkra fiska þar. Eitthvað hafa veiðimenn líka reynt í Úlfljótsvatni og fengið þar eitthvað af fiski.
Mynd. Ingólfur Kolbeinsson með flottan urriða úr Apavatni.
Veiðar · Lesa meira