Veiði í gegnum ís eða dorgveiði er mörgum framandi. Þó er hópur fólks sem stundar þetta sport reglulega. Þeir Jakob Róbertsson, búsettur á Húsavík og félagi hans úr Kinninni, Daði Jóhannesson iðka svo gott sem allan veiðiskap og hafa verið að fikra sig inn í ísveiðina, hratt og örugglega. Þeir eru nú búnir að koma sér upp búnaði til geta stundað þetta af krafti.
Daði Jóhannesson með stórbleikjurnar sem þeir félagar veiddu í vikunni. Ljósmynd/Jakob Róbertsson
mbl.is – Veiði · Lesa meira