Kristófer Logi Marvinsson er með veiðidellu þó ungur sé. Hann hefur veitt töluvert með föður sínum, Marvin Valdimarssyni, og hefur afrekað það að veiða bleikju, lax og urriða þó hann sé einungis fimm ára gamall.
Hann hefur eins og gefur að skilja notast við barnakaststangir en er þó byrjaður að fikra sig áfram með flugustöng með aðstoð föðurs síns.
Kristófer er með mikla veiðidellu eins og pabbi sinn og hefur hann tekið upp á því að sýna fluguhnýtingum áhuga og hnýtti hann og hannaði þessa skemmtilegu og fallegu straumflugu sem hann ætlar að nota á næsta veiðitímibili.
Kristófer Logi dundaði sér við að finna efni og liti sem honun hugnaðist og fannst vera veiðilegt og hófst svo við að hnýta og naut hann aðstoðar frænda sins, Sæmunds Valdimarssonar, sem er afburða fluguhnýtari við að fínpússa og klára fluguna.
Stoltur sýndi hann svo okkur fjölskyldunni afraksturinn og fullvissaði okkur um að hann skyldi ná „þeim stóra“ í bæjarlæknum, Þjórsá í Gnúpverjahrepp, strax í vor.
Veiðar · Lesa meira