Fínasta veiði hefur verið á svæðinu Útey í Hólaá fyrstu daga tímabilsins. Komnir eru á land nærri 100 fiska og eru það mest urriðar en einnig hafa náðst nokkrar bleikjur.
Hólaá rennur úr Lagarvatni, liðast áfram niður í Apavatn og þaðan niður í Brúará. Hún er nokkuð vatnsmikil, skemmtileg veiðiá og er Úteyjarsvæðið í efsta hluta árinnar. Meira er um bleikju þegar líður á sumarið og verður hún ráðandi, en urriðinn er sterkur á vorin og haustin.
Leyfðar eru 8 stangir á Úteyjarsvæðinu og með hverju leyfi fylgir hluti af Laugarvatni
Ljósmynd/Falleg bleikja sem fékkst á Úteyjarsvæðinu í Hólaá
Frétt fengin af facebook síðu veida.is