Mars hefur verið óvenju mildur og nánast gert tilkall til þess að vera hluti af vorinu. Veðurspá er enn á sömu nótum. Milt áfram og frekar hlýtt. Nú þegar níu dagar eru í að sjóbirtingsveiðin hefjist eru að teiknast upp afar spennandi skilyrði.
Snjólaust á láglendi og árnar í góðu vatni. Sporðaköst tóku stöðuna hjá leigutökum Eldvatns í Meðallandi og Tungufljóts. Erlingur Hannesson einn af leigutökum Eldvatns segist orðinn mjög spenntur að opna. „Áin lítur vel út og margir farnir að titra af spenningi,“ svaraði Elli aðspurður um útlitið.
Svona leit Þórðarvörðuhylur í Eldvatni út í morgun. Sjálfsagt fá einhverjir vatn í munninn við að sjá þetta. Aðeins frostgrámi við ána en ekkert sem dægursveifla í hita vinnur ekki á. Ljósmynd/Jón Hrafn Karlsson
mbl.is – Veiði · Lesa meira