Unnur Guðný veiðileiðsögukona hjá Fishpartner hafði þetta að segja um komandi tímabil:
Veiðisumarið 2025 verður skemmtilegt framhald af síðasta sumri og ég held að við munum sjá hækkandi veiðitölur víðast. Veðrið mun halda áfram að stríða okkur og vera ýktara.
Ef vorið verður örlítið heitara en það síðasta eigum við glimrandi möguleika á metári en ég hef aldrei verið góð í væntingastjórnun segir Unnur og hlær.
Eitt er víst að sumarið verður stórskemmtilegt og fullt af ævintýrum en veiðitímabilið hefst eftir 2 mánuði, einn dag, ellefu klst. og nokkrar mínútur þegar þetta er skrifað, JÁ ég er vandræðalega spennt.
Biðin styttist með hverjum deginum í fyrsta veiðideginn.
Ljósmynd/Unnur Guðný veiðileiðsögukona ásamt erlendri veiðikonu á Þingvöllum
Veiðar · Lesa meira