Sumarið líður hratt og laxveiðin er í fullum gír, jákvæðar fréttir eru af flestum og góðar göngur.
Elliðaár
Frábær veiði er í Elliðaánum og var besti dagur það sem af er sumri á þriðjudaginn þegar veiddust 28 laxar á stangirnar sex! Heildarveiðin er 441 og hafa 2384 gengið upp teljarann, núna eru stóru sjóbirtingarnir farnir að ganga upp en þá er spurningin, hvar eru þeir? Elliðaárnar eru uppseldar í ár.
Flekkudalsá
Góður gangur er í Flekkudalsá og eru komnir 55 laxar og fimm sjóbirtingar á stangirnar þrjár. Besti dagurinn var 20. júlí þegar átta laxar og einn sjóbirtingur komu á land. Flekkudalsá er uppseld í ár.
Gljúfurá
Það er ennþá talsvert vatn í Gljúfurá og eru sumir staðir óveiðandi, ágætis veiði hefur verið síðustu daga og eru 56 laxar komnir á land ásamt 14 sjóbirtingum. 5.-7. ágúst var að koma í endursölu, flottur tími!
Haukadalsá
Flottur gangur hefur verið síðustu daga og er áin komin í 177 laxa, áin er í glæsilegu vatni og við eigum laus holl í byrjun ágúst!
Korpa
Korpan heldur áfram að vera í góðum gír og er hún komin í 93 laxa, Stíflan, Breiðan og Bliki eru bestu veiðistaðirnir eru það er fiskur á öllum stöðum. Við hvetjum veiðimenn til að fara á efri svæðin þar sem lítið er reynt, fiskurinn fer nefnilega alveg upp í Hafravatn. Núna fara sjóbirtingsgöngurnar að stækka, oftar en ekki eru stærstu fiskarnir í Korpu sjóbirtingar. Korpa er uppseld í ár.
Langá
Frábær vika er að baki í Langá og eru 512 laxar komnir á land. Í fyrra veiddust 709 laxar og með þessu áframhaldi er ekki langt í að veiðin nái því. Síðustu tveir dagar skiluðu 61 löxum og komu 9 á land í morgun. Við eigum laus leyfi í Langá á næstunni en þau fara hratt þessa dagana.
Laugardalsá
Vikuveiðin í Laugardalsá er 7 laxar en aðstæður hafa leikið veiðimenn grátt undanfarið. 38 gengu upp teljarann í gær, mest lax en einnig slangur af sjóbirtingi. Alls hafa 248 gengið upp teljarann þannig það er von á að veiðin muni glæðast á næstunni! Við eigum tvö holl eftir í september sem er skemmtilegur tími í Laugardalsá.
Leirvogsá
Góð veiði er í Leirvogsá og hafa 98 laxar veiðst ásamt 12 sjóbirtingum, mesta veiðin er fyrir neðan þjóðveg en það eru laxar komnir alla leiðina upp í Tröllafoss! Við eigum eina vakt eftir í Leirvogsá fyrir hádegi 24 ágúst og nokkra daga í september.
Miðá
Miðá hefur verið mjög fín í ár og eru 87 laxar komnir á land ásamt 11 bleikjum, sjóbleikjan er farin að ganga en hún er talsvert seinni á ferð í ár heldur en í fyrra. Það eru nokkur laus holl eftir í september.
Sandá
Mjög góð veiði hefur verið í Sandá síðustu vikuna og er áin komin í 133 laxa, á sama tíma í fyrra voru 98 laxar komnir á land! Við eigum tvö holl eftir í september.
Þverá í Haukadal
Enginn lax hefur verið skráður í Þverá síðustu vikuna, við hvetjum veiðimenn til að skrá allan lax í veiðibók. Alls eru 5 komnir á land í Þverá. Við eigum fjóra daga eftir í september.
Brúará í landi Sels
Stærstu fréttirnar eru þær að laxinn er mættur, tveir laxar sáust stökkva við Norðmannsvað fyrr í vikunni og voru þeir ekki litlir. Við hvetjum veiðimenn til að skrá allan fisk í veiðibók. Töluvert er laust í Brúará á næstunni.
Flókadalsá í Fljótum
Við fengum fréttir úr Flókadalsá frá Andra Ísaki en hann var að veiða dagana 7-9 júlí. Hollið fékk 12 bleikjur og flestar voru á neðri svæðunum, áin var mjög vatnsmikil en þeir voru varir við göngur síðasta daginn. Við eigum laus holl í september í Flókadalsá.
Gufudalsá
Vandamál hefur verið með rafræna skráningu í Gufudalsá en veiðin hefur verið mjög góð, vonandi verður veiðibókin komin í lag eftir helgi. Gaman er að segja frá því að sex laxar eru komnir á land! Gufudalsáin er uppseld í ár.
Laxá í Mývatnssveit
Vikuveiðin í Mývatnssveitinni er 284 urriðar, það eru góðar aðstæður og enginn þörungur sjáanlegur enn þannig að áin er kristaltær. Við eigum stangir til í Mývatnssveit eftir mánaðamót.
Laxá í Laxárdal
Vikuveiðin í dalnum er 20 urriðar, meirihlutinn er stærri en 60cm en gaman er að segja frá því að það er talsvert af minni urriða að veiðast í ár
Falleg bleikja úr Flókadalsá / Mynd Andri Ísak
Veiðar · Lesa meira