Vorveiðin gæti byrjað með látum

„Við erum að opna Leirá í Leirársveit já og það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður, miklu betri aðstæður núna en voru fyrir ári síðan,“ sagði Stefán Sigurðsson þegar við spurðum um vorveiðina.
Veiðimenn eru verulega spenntir að renna fyrir fisk 1. apríl, tíðarfarið hefur verið gott og árnar íslausar á flestum stöðum og byrjunin gæti orðið bærilega góð.
„Það er stutt í vorveiðina og maður er orðinn spenntur, við viljum benda fólki á að það opnar hjá nokkrum ám í byrjun apríl: Ytri-Rangá sjóbirtingurinn, Leirá í Leirársveit, Hólsá Austurey, Hólsá Laugardalshólar og Ytri-Rangá urriðasvæðið“ sagði Stefán ennfremur.

Það styttist verulega í sjóbirtingsveiðina 1. apríl og margir orðnir spenntir

Veiðar · Lesa meira