Hítará er ein af vinsælustu laxveiðiám landsins, enda veiðin þar einstaklega góð. Helsta kennimerki árinnar, Veiðihús Jóhannesar á Borg, hefur átt sinn þátt í vinsældunum. Þaðan má oft fylgjast með veiðmönnum kljást við laxa á veiðstöðunum Breiðin og Kverk, sem eru stutt framan við húsið. Margir góðir og fjölbreyttir veiðistaðir eru í Hítará og er aðgengi að þeim gott. Áin er tilvalin til fluguveiða og þá sérstaklega fyrir veiðar með gárutúpum. Fiskurinn er ekki mjög stór að jafnaði en inn á milli leynast þó stórlaxar.