Hítará

Vesturland
Eigandi myndar: hitara.is
Calendar

Veiðitímabil

18 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Tegundir

Lax

Veiðin

Hítará er ein af vinsælustu laxveiðiám landsins, enda veiðin þar einstaklega góð. Helsta kennimerki árinnar, Veiðihús Jóhannesar á Borg, hefur átt sinn þátt í vinsældunum. Þaðan má oft fylgjast með veiðmönnum kljást við laxa á veiðstöðunum Breiðin og Kverk, sem eru stutt framan við húsið. Margir góðir og fjölbreyttir veiðistaðir eru í Hítará og er aðgengi að þeim gott. Áin er tilvalin til fluguveiða og þá sérstaklega fyrir veiðar með gárutúpum. Fiskurinn er ekki mjög stór að jafnaði en inn á milli leynast þó stórlaxar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið fyrir Hítará er hið fornfræga hús Lundur. Til staðar eru uppábúin rúm og er búið um þau daglega og öll þrif innifalin í verði. Það skal áréttað að veiðimenn eru góðfúslega beðnir að ganga vel um veiðihúsið og taka vel til eftir sig, þótt húsið sé þrifið sérstaklega á skiptidögum. Menn mega koma í húsið einni klst. fyrir veiðitíma og ber að rýma það einni klst. eftir að veiðitíma lýkur. Í veiðihúsinu er góð  vöðlugeymsla. Í veiðihúsinu mega dveljast tveir fyrir hvert selt leyfi.

Veiðireglur

Fjórar stangir eru notaðar á tímabilinu 18. júní til hádegis 8. júlí, sex stangir frá 8. júlí til hádegis 6. september en þá er aftur veitt á fjórar stangir

Leyfilegt er að hirða 2 laxa á stöng hverja vakt. Öllum laxi yfir 70 cm skal sleppt

Kort og leiðarlýsingar

Ekið er sem leið liggur í gegnum Borgarnes, beygt til vinstri út á Snæfellsnesveg (nr. 54). Frá Borgarnesi að veiðihúsi eru um 26 km og stendur það á vinstri hönd við árbakkann.

Veiðisvæðið nær frá ósi og að veiðimörkum við Úrhyl þar sem Grjótá rennur í Hítará

Veiðikort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: um 26 km /  Reykjavík um 100 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 105 km

Veiðileyfi og upplýsingar

hitara.is 

Grettistilla ehf,  Halli s: 845-4595

 

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hítará

Nýir leigutakar taka við Hítará á Mýrum

Undirritaður hefur verið leigusamningur milli Veiðifélags Hítarár á Mýrum og Grettisstilla ehf. um leigu á veiðirétti Hítarár, hliðaráa og Hítarvatns. Frá undirritun samninga í hinu rómaða veiðihúsi Lundi, sem reist

Lesa meira »

Tveir maríulaxar á hálftíma

Þær voru heldur betur kátar veiðivinkonurnar Sif Jóhannsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir. Hvorug hafði veitt lax, þegar þær fóru í Hítará og hófu veiðar í morgun. Þær byrjuðu á Breiðinni

Lesa meira »
Shopping Basket