Hítará

Vesturland
Eigandi myndar: hitara.is
Calendar

Veiðitímabil

18 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Tegundir

Lax

Veiðin

Hítará er ein af vinsælustu laxveiðiám landsins, enda veiðin þar einstaklega góð. Helsta kennimerki árinnar, Veiðihús Jóhannesar á Borg, hefur átt sinn þátt í vinsældunum. Þaðan má oft fylgjast með veiðmönnum kljást við laxa á veiðstöðunum Breiðin og Kverk, sem eru stutt framan við húsið. Margir góðir og fjölbreyttir veiðistaðir eru í Hítará og er aðgengi að þeim gott. Áin er tilvalin til fluguveiða og þá sérstaklega fyrir veiðar með gárutúpum. Fiskurinn er ekki mjög stór að jafnaði en inn á milli leynast þó stórlaxar.

Gistimöguleikar

Veiðihús

Með þjónustu

Veiðihúsið fyrir Hítará er hið fornfræga hús Lundur. Til staðar eru uppábúin rúm og er búið um þau daglega og öll þrif innifalin í verði. Það skal áréttað að veiðimenn eru góðfúslega beðnir að ganga vel um veiðihúsið og taka vel til eftir sig, þótt húsið sé þrifið sérstaklega á skiptidögum. Menn mega koma í húsið einni klst. fyrir veiðitíma og ber að rýma það einni klst. eftir að veiðitíma lýkur. Í veiðihúsinu er góð  vöðlugeymsla. Í veiðihúsinu mega dveljast tveir fyrir hvert selt leyfi.

Kort og leiðarlýsingar

Ekið er sem leið liggur í gegnum Borgarnes, beygt til vinstri út á Snæfellsnesveg (nr. 54). Frá Borgarnesi að veiðihúsi eru um 26 km og stendur það á vinstri hönd við árbakkann.

Veiðisvæðið nær frá ósi og að veiðimörkum við Úrhyl þar sem Grjótá rennur í Hítará

Veiðikort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: um 26 km /  Reykjavík um 100 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 105 km

Veiðileyfi og upplýsingar

hitara.is

Orri Dór s: 698-5059, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hítará

Tveir maríulaxar á hálftíma

Þær voru heldur betur kátar veiðivinkonurnar Sif Jóhannsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir. Hvorug hafði veitt lax, þegar þær fóru í Hítará og hófu veiðar í morgun. Þær byrjuðu á Breiðinni

Lesa meira »
Shopping Basket