Norðlingafljót er frábær silungsveiðiá sem geymir stóra urriða og rígvænar bleikjur. Veiðisvæðið er víðáttumikið, eða um 35 km með beygjum, fossum, flúðum, lygnum, bökkum og hyljum. Það er því nægt svæði undir til að rannsaka og finna draumafiskana á.
Svæðinu verður skipt upp í svæði og síðan róterað eftir hvern dag. Þetta eru jú 3 heilir veiðidagar og pláss fyrir 10 upplýsingaþyrsta veiðimenn. Menn geta tvímenna á stöng.
Ólafur Tómas Guðbjartsson verður fararstjóri en flestir veiðimann ættu að kannast við hann frá Youtube, Snapchat og Hlaðvarpi undir nafninu Dagbók Urriða. Óli mun halda uppi fjöri og stemningu í ferðini.
Við hittumst við brúnna við Helluvað um kl 10, 29. ágúst!
Menn koma með eigin morgun-og hádegismat.