Silungsveiði frá A-Ö er fyrsta og yfirgripsmesta námskeiðið sem við unnum saman og er það hannað fyrir bæði byrjendur og langt komna. Teljum við efnið vera djúpt og aðgengilegt og er miðað að því að veita þekkingu sem erfitt er að finna annarsstaðar.
Óskin er að eftir að hafa setið þetta námskeið sé þáttakandi með djúpa innsýn inn í þennan ævintýraheim stangveiðinnar og tilbúinn til að veiða hvar sem er, við flestar aðstæður.
Kennarar: Ólafur Á. Haraldsson, Ólafur T.Guðbjartsson og Hrafn Ágústsson
Námskeiðin eru á fyrirlestraformi og verða á höfuðborgarsvæðinu á laugardögum í mars 2023 kl 14-19 (5 klst).