Loading Viðburðir

« All Viðburðir

Tvíhendu kennsla með Glendu Powell

júní 1 @ 08:00 - september 20 @ 22:00

Hin heimsfræga Glenda Powell hefur hafið samstarf við Fish Partner. Glenda er einn fremsti flugukast kennari heims og hefur verið í fullu starfi sem slíkur í yfir 30 ár.

Glenda kemur frá Írlandi og hefur starfað í greininni frá blautu barnsbeini við ánna Blackwater í Írlandi. Hún hefur kennt fjölda fólks að kasta tvíhendu sem og einhendu, byrjendum, lengra komnum sem og kennurum.

Hún hefur unnið til fjölda verðlauna og vann t.a.m heimsmeistaratitil kvenna í lengdarköstum árið 2006.

Næstkomandi veiðitímabil mun hún verða meira og minna allt tímabilið í Blöndu og mun starfa þar sem kastkennari (Ekki sem leiðsögumaður) Hægt verður að bóka kennslu hjá henni í gegnum Fish Partner og þá í Blöndu. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja til dæmis læra eða bæta tvíhenduköstin.

Einnig verða auglýst tvíhendu námskeið á næstu misserum sem haldin verða í við Blöndu næstkomandi tímabil í samstarfi við Glendu.

Upplýsingar um fyrirkomulag og kostnað er hægt að fá hjá starfsmönnum Fish Partner

Details

Start:
júní 1 @ 08:00
End:
september 20 @ 22:00
Website:
https://fishpartner.is/tvihendu-kennsla-med-glendu-powell/

Venue

Kastkennsla
Fish Partner - Blanda
Reykjavík, 104 Iceland
+ Google Map
Phone
571 4545
View Venue Website

Organizer

Fish Partner
Phone
571-4545
Email
info@fishpartner.com
View Organizer Website
Shopping Basket