Hanák veiðivörur

Árið 1997 stofnuðu þrír bræður, Frantisek, Joseph og Michael Hanák, fyrirtæki sem var nefnt HANÁK Competition og rekur eina stærstu sérhæfðu stangveiðibúðina í Tékklandi. Í búðinni má finna fullkomið úrval af stangveiðivörum sem koma víða að, t.d. Shimano, Daiwa, TFG, Byron, Fox, Rapala og Mepps. Á 18 starfsárum juku þeir úrvalið af sérinnfluttum vörumerkjum, m.a. breskum með áherslu á vatnakarfaveiðar. Einnig lögðu þeir áherslu á að selja þekktar fluguveiðivörur m.a. framleiddar af Sage, Redington, Rio, Patagonia, Airflo, Kamasan, Veniard, Jmc, Vision, Simms, Loon, C&F Design og fleirum. 

Þeir tóku svo þá ákvörðun að hefja eigin gerð á fluguveiðivörum í samstarfi við tékkneska fluguveiðimenn, sem margir eru heims- og Evrópumeistarar í fluguveiði, og einnig aðra frábæra stangveiðimenn og vini. Undir merki „HANÁK Competition“ eru nú seldar fluguveiðivörur um allan heim, meðal annars í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Nýja Sjálandi, Ástralíu, Suður-Afríku og Mongólíu, með góðum árangri. Þær eru nú fáanlegar á Íslandi! 

Hanák stangirnar eru vandaðar hágæða vörur

Hinn ástríðufulli enski stangveiðimaður, Lewis Hendrie, er einn þeirra sem nota Hanák fluguveiðibúnað. „Það hefur verið draumur minn að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækis eins og Hanák Competition. Það eru forréttindi að vera einn helsti aðdáandi Hanák fluguveiðibúnaðar í vel yfir 15 ár og getað unnið við kynningar og leiðbeiningar um val á frábærum búnaði,” segir Lewis.

Nú geta íslenskir stangveiðimenn fengið Hanák veiðivörur á nymphing.is. Um er að ræða stangir, hjól, fatnað og ýmsar smávörur m.a. til hnýtingar. Það er Heimir Guðmundsson sem á og heldur utan um sölusíðuna, en hann féll fyrir Hanák veiðivörum þegar hann prófaði þær fyrst. Á sölusíðunni segir „Nymphing.is býður upp á hágæða vörur fyrir kröfuharða veiðimenn sem stunda tæknilega fluguveiði“. Þannig er að allar vörur frá þeim eru prófaðar í þaula af reyndustu stangveiðimönnum heims. Því má treysta að um gæðavöru sé að ræða þegar verslað er af nymphing.is.

Ljósmynd/nymphing.is býður upp á hágæða vörur frá Hanák competition

Samantekt unnin af Veiðiheimum í samstarfi við Heimi Guðmundsson og Lewis Hendrie