„Hugarflugan“ sem lifnaði við

Vatns­lita­mynd af veiðiflugu, sem Sig­urður Árni Sig­urðsson, einn af Íslands allra fremstu mynd­list­ar­mönn­um málaði, hef­ur nú vaknað til lífs­ins og er flug­an sjálf kom­in fram á sjón­ar­sviðið og til sölu á flugu­barn­um í Veiðihorn­inu. Flug­an varð til í huga lista­manns­ins og þó hún beri keim af ein­hverj­um flug­um er hún skáld­skap­ur í þeim skiln­ingi.

Til eru marg­ar skemmti­leg­ar og áhuga­verðar sög­ur af því hvernig flug­ur urðu til. Eins og svo marg­ar af þess­um sög­um er sag­an af Unna­med Beauty skemmti­leg.

Sigurður Árni Sigurðsson fékk flugu í höfuðið og kom henni á pappír með pennslum og vatnslitum. Nú er flugan orðin raunveruleg og laxar munu fljótlega skoða hana. Ljósmynd/Guðrún Hálfdánardóttir

mbl.is – Veiði · Lesa meira