Hvar er laxinn?

AF HVERJU ER EKKI MEIRA AF LAXI?

 Staða Atlantshafslaxins er okkur mikið áhyggjuefni. Víða erlendis eru stofnar hans í sögulegri lægð og staðreynd að þar á maðurinn stærstu sök. Helstu orsökin eru talin vera; minnkun búsvæða vegna raforkuframleiðslu, eyðilegging búsvæða af mengun t.d. súru regni, ofveiði; m.a. sjávarveiði og áhrif fiskeldis vegna hættu á útbreiðslu sjúkdóma og erfðamengunar. 

     Hér á landi er ekki unnt að merkja hnignun laxastofna í sama mæli og víða erlendis. Þessu er unnt að þakka banni við veiðum á laxi í sjó, tiltölulega lítið hefur verið hróflað við búsvæðum laxfiska hérlendis og mengun er hér mjög lítil – þó menn vilji meina að hún hafi aukist með vaxandi fiskeldi. Þrátt fyrir þetta, er ljóst að miklar sveiflur einkenna laxgengd í íslenskar veiðiár, þá aðallega á Norður – og Austurlandi. Má rekja orskakir slíkra sveiflna til breytilegrar framleiðslu á laxaseiðum í fersku vatni og mjög breytilegra endurheimtna á laxi úr sjó. 

     Undanfarin ár hefur laxgengd almennt verið í lægð hérlendis. Á sama tíma hefur hlutfall stórlaxa (lax með tveggja ára sjávardvöl) lækkað og það bendir til aukinna affalla á öðru ári í sjó. Markvissar rannsóknir á lykilám sýna miklar stofnsveiflur á laxi og endurheimtur náttúrulegra laxaseiða hafa reynst frekar lágar. Margt bendir því til þess, að unnt sé að tengja þá lægð sem hefur ríkt í laxgengd hérlendis við aukin afföll laxa í hafi. 

Stuðs við grein: Össur Skarphéðinsson, 187/123 þáltill: rannsóknir á laxi í sjó [þingtíðindi] Alþingi  

BRENNAN OG ÍSIS – Stefnumót í Djúpinu 

 “Áin var vatnsmikil og vandalaust fyrir laxana að synda inn breitt ármynnið með grýttum og lágum árbökkum. Þeir voru ekki fyrr komnir í ána er þeir tóku að þefa af árbotninum, vaka og stökkva. Þeir voru komnir heim eftir mikla ferð þar sem langflest systkina þeirra höfðu týnt lífinu. Þeir voru hinir útvöldu”

     “Sá hópur laxa sem sneri heim minnkaði stöðugt. Fyrir þrjátíu árum hefðu líklega um fjórfalt fleiri fiskar náð heim í árnar við Atlandshaf. Það var engin ein haldbær skýring til á þessari fækkun en í flestum tilfellum var maðurinn líklegur sökudólgur. Ýmsir sjúkdómar sem rekja má til mengunar og fiskeldis herjuðu á laxa bæði í ám og í sjó. Loðna og önnur fæða laxins í sjónum hafði minnkað með auknum veiðum á sama tíma og selir, sem átu mikið af laxi, voru að mestu friðaðir; laxinn er ennþá veiddur í net sums staðar við Atlantshaf; eldislax kann að hafa ruglað náttúrulega laxastofninn og hitastig sjávarins hafði breyst. Maðurinn og það sem honum fylgdi hafði tekið sinn toll” 

Þór Sigfússon; Brennan og Ísis – Stefnumót í djúpinu, NASF verndarsjóður villtra laxastofna, Reykjavík 2001, Bókin er prentuð í Léttlandi, bls. 26