Er ekki ástríðu veiðimannsins, og þeim forréttindum að fá að stunda stangveiði í fjölbreytilegri náttúru Íslands, best lýst með eftirfarandi setningum Björns J. Blöndals í bók hans Hamingjudagar?
“Ég kasta löngu færi og hlusta á árniðinn. Hann ber mig að óskalöndum veiðimannanna, þar sem Nirvana er. Allir, sem unna stríðum straum og sterkum löxum, geta gist þau lönd. Fáir munu þó komast þangað í fyrsta sinn sem þeir reyna. En hver sá, er gistir þann heim einu sinni, þráir hann alltaf síðar, og þeir þó ef til vill mest, sem finna, að ótt líður á ævina.”
Björn J. Blöndal. Hamingjudagar. Úr dagbókum veiðimanns. Reykjavík: Prentsmiðja Austurlands H/F, 1950 bls. 155 og 56.