Veiðivinir, áhugaverð barnabók!

Fyrir stuttu kom út áhugaverð barnabók, Veiðivinir, sem bókaforlagið Tindur gefur út. Hana skrifaði hinn nafnkunni veiðimaður og ritstjóri Gunnar Bender en Guðni Björnsson annaðist myndlýsingar. Bókin er aðallega hugsuð fyrir börn en er skemmtileg lesning fyrir alla þá sem hafa áhuga á veiði. Veiðivinir segir frá tveim vinum sem hafa gífurlegan áhuga á stangveiði og útivist, ævintýrum þeirra og hvernig þeir leysa verkefni sem mæta þeim í veiðiferðum við nokkra þekktustu veiðistaði landsins. 

Hvort heldur, þú ert að stíga þín fyrstu skref í stangveiði eða ert komin með töluverða veiðidellu, ætturðu ekki að láta þessa bók fram hjá þér fara!  

Ljósmynd/Baldur Snær Högnason skemmtir sér við lestur á Veiðivinum

Samantekt unnin af Veiðiheimum fyrir veidar.is/Gunnar Bender