56 prósent landsmanna hafa miklar áhyggjur að íslenski laxastofninn sé í hættu en þetta kemur fram í könnun sem lögð var fyrir þjóðargátt Maskínu.
27 prósent þeirra sem tóku þátt í könnun Maskínu hafa mjög miklar áhyggjur af því að íslenski laxastofninn sé í hættu. 28,8% hafa fremur miklar áhyggjur, 20,5% hafa áhyggjur í meðallagi, 12,5% hafa fremur litlar, 5,9% hafa mjög litlar og 5,4% segjast hafa engar áhyggjur.
56% landsmanna hafa miklar áhyggjur að íslenski laxastofninn sé í hættu. Ljósmynd/Guðmundur Haukur
mbl.is – Veiði · Lesa meira