„Æ, þetta kremur í manni hjartað“

Þriðji lax­inn með eld­isút­lit veidd­ist í Vatns­dalsá í gær. Einn af þess­um þrem­ur hef­ur verið greind­ur og er staðfest­ur strokulax úr sjó­eldisk­ví í Dýraf­irði. Lax­inn sem veidd­ist í gær og ann­ar til bíða grein­ing­ar en út­lit þess­ara fiska bend­ir sterk­lega til þess að þeir séu úr eldi.

„Æ, þetta krem­ur í manni hjartað. Hér eru veiðimenn sem veitt hafa þessa daga í tæp­lega þrjá­tíu ár og elska Vatns­dal­inn. Nátt­úr­an, hrein­leik­inn og allt í kring­um þetta skipt­ir þessa veiðimenn máli. Það er öm­ur­legt að svo ger­ist þetta. Á sama tíma og við erum að gera allt sem við get­um til að hjálpa lax­in­um, finnst mér þessu tekið af nokk­urri léttúð hjá þeim eft­ir­litsaðilum og stofn­un­um sem eiga að standa með okk­ur og lax­in­um,“ sagði Björn K. Rún­ars­son, einn af leigu­tök­um Vatns­dals­ár, í sam­tali við Sporðaköst í morg­un.

Eldislegi laxinn sem veiddist í Hnausastreng í gær. Sá þriðji sem veiðist þar. Einn hefur þegar verið greindur og er strokulax úr Dýrafirði. Ljósmynd/Vatnsdalsá

mbl.is – Veiði · Lesa meira