Fjölmennur fundur landeigenda og áhugamanna um laxveiðiár á Norðausturlandi og ferskvatnslífríki þeirra lýsti eindreginni samstöðu gegn áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Afstaða fundarmanna til málsins var könnuð með handauppréttingu og voru allir á móti áformunum.
Fundurinn var haldinn á Vopnafirði í dag á vegum Six Rivers Iceland sem leigir og rekur laxveiðiár í landshlutanum.
Fundarmenn rétta upp hönd, þeir sem eru á móti áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Ljósmynd/Sporðaköst
mbl.is – Veiði · Lesa meira