Alger samstaða gegn áformum um eldi

Fjöl­menn­ur fund­ur land­eig­enda og áhuga­manna um laxveiðiár á Norðaust­ur­landi og ferskvatns­líf­ríki þeirra lýsti ein­dreg­inni sam­stöðu gegn áform­um um sjókvía­eldi í Seyðis­firði. Afstaða fund­ar­manna til máls­ins var könnuð með handa­upp­rétt­ingu og voru all­ir á móti áformun­um.

Fund­ur­inn var hald­inn á Vopnafirði í dag á veg­um Six Ri­vers Ice­land sem leig­ir og rek­ur laxveiðiár í lands­hlut­an­um. 

Fundarmenn rétta upp hönd, þeir sem eru á móti áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Ljósmynd/Sporðaköst

mbl.is – Veiði · Lesa meira