Allt frá metveiði yfir í hryggðarmynd

Það má sjá nokkuð af já­kvæðum frétt­um í viku­töl­um úr laxveiðinni, þó að ljóst sé að veiðisum­arið verði und­ir meðallagi. Fyrst horf­um við til Rangánna. Þar hef­ur verið góður og ákveðinn stíg­andi í veiði síðustu vik­urn­ar. Á það við um bæði Eystri og Ytri, þó svo að sú síðar­nefnda hafi skilað mun meiri veiði. Raun­ar var það svo að Ytri Rangá skilaði lang­mestu viku­veiðinni og fór yfir fjög­ur hundruð laxa. Þá er ekki síður ánægju­legt að sjá að mikið er um stór­lax í afl­an­um og nán­ast dag­lega er landað löx­um um og yfir níu­tíu sentí­metra.

En það er fleira já­kvætt. Árnar á Mýr­un­um eru að gefa góða veiði. Þar ber Haffjarðará höfuð og herðar yfir ná­granna sína og hef­ur skilað í sum­ar 451 laxi á sín­ar sex stang­ir. Það er ná­kvæm­lega sama tala og áin hafði gefið á sama tíma í fyrra. Mikið er af laxi í Haffjarðará. Hítará er einnig að gefa góða veiði og er kom­in yfir töl­urn­ar frá í fyrra sem er eft­ir­tekt­ar­vert á ann­ars frek­ar ró­legu Vest­ur­landi í sum­ar. Svo við klár­um Mýr­arn­ar þá er Straum­fjarðará að skila mun minni veiði en í fyrra.

Þetta er hann Jamey þúsundkall Selig. Hann fékk viðurnefnið eftir að hafa landað þúsundasta laxinum í Ytri Rangá í vikunni. Daginn eftir landaði hann þessum 97 sentímetra laxi í veiðistaðnum Doktor. Ljósmynd/IO

mbl.is – Veiði · Lesa meira