Bændur í baráttu við norska iðnrisa

Stjórn Veiðifé­lags Víðidals­ár kom sam­an á fundi í gær­kvöldi vegna strokulaxa í sjókví­um og mik­illa áhyggja vegna þeirr­ar stöðu sem upp er kom­in og menn ótt­ast að eigi eft­ir að versna.

Nú þegar eru staðfest­ir fimm eld­islax­ar í Hauka­dalsá, seg­ir í áskor­un­inni og sam­kvæmt heim­ild­um Sporðak­asta er lax sem veidd­ist í Miðfjarðará einnig staðfest­ur sem eld­islax. Þó nokkr­ir lax­ar bíða grein­ing­ar.

Fleiri lax­ar hafa borist og síðast í gær veidd­ist eld­is­leg­ur lax í Vatns­dalsá, og er það ann­ar lax­inn í sum­ar þar á bæ. Sá lax ásamt fleiri löx­um sem veiðst hafa í Húna­vatns­sýsl­um eru á leið til Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Stjórn Veiðifé­lags Víðidals­ár sendi frá sér álykt­un í kjöl­far stjórn­ar­fund­ar­ins í gær. Þar er gjörv­allt Alþingi hvatt til dáða og sett fram beiðni um að sér­lög fyr­ir sjókvía­eld­is­fyr­ir­tæki verði felld brott og sett lög um sjókvía­eldi þar sem nátt­úra og líf­ríki lands­ins verði sett í önd­vegi.

Bænd­ur í Víðidal og eig­end­ur lög­býla segja það ótækt að þurfa að standa í mála­ferl­um við norska iðnrisa sem skráðir eru í kaup­höll í Osló til að verja til­veru sína og nátt­úru­auðlind sem nýtt hef­ur verið með sjálf­bær­um hætti kyn­slóðum sam­an.

Kafað í Faxabakka í Víðidalsá 2023. Stjórn Veiðifélags Víðidalsár skorar á stjórnvöld að hafa teymi kafara reiðubúið til að leita í Víðidalsá og öðrum ám landsins að strokulöxum. Ljósmynd/Eggert Skúlason

mbl.is – Veiði · Lesa meira