Besta í 10 ár en margir áttu von á meiru

Sam­tals veidd­ust 28 lax­ar fyrstu dagana í Kjarrá og er það besta opn­un síðan 2016, eins í Þverá. Bjart­sýn­ustu menn áttu von á enn stærri opn­un en 28 lax­ar er eitt­hvað sem all­ir eru í skýj­un­um með, að sögn Ing­ólfs Ásgeirs­son­ar leigu­taka.

Veiðin var jöfn flesta daga nema hvað aðeins einn fisk­ur veidd­ist í morg­un, á síðustu vakt. Síðasta lax­inn í opn­un­inni fékk Gími yf­ir­leiðsögumaður, eða Hall­grím­ur Gunn­ars­son. Gími er lif­andi goðsögn á fjall­inu og hef­ur verið leiðsögumaður og yf­ir­leiðsögumaður í 43 ár í Kjar­rá. Hann og Ingólf­ur Ásgeirs­son deildu stöng í opn­un­inni. Í morg­un var för heitið í Runka þar sem sáust lax­ar í gær. Þar var eng­in stemm­ing þannig að Gími taldi rétt að kíkja i Horn­hyl. Hann kíkti í flugu­boxið hjá Ingólfi og valdi flugu sem gaf vel um 1990 í Kjar­rá. Fór hún vel við gömlu Sage stöng­ina og Har­dy Marquis klass­íska flugu­hjólið.

Gími, leiðsögumaður í Kjarrá í 43 ár og í dag yfirleiðsögumaður á fjallinu. Hann fékk síðasta laxinn í opnuninni og fór vel á því. Hér er hann í Hornhyl. Ljósmynd/Ingólfur Ásgeirsson

mbl.is – Veiði · Lesa meira