„Við erum komnir með 11 laxa og við höfum fengið þá vítt og breitt um ána, það er fiskur víða i henni,” sagði Jóhann Gísli Hermannsson sem hefur verið við veiðar í Búðardalsá á Skarðsströnd síðustu daga. En gott vatn í ánni eins og þeim öllum á svæðinu, Krossá og Flekkudalsá eftir miklar rigningar í sumar sem hefur allt af segja.
„Það er betri veiði í Búðardalsá núna en á sama tíma í fyrra þegar við vorum hér, fiskurinn er dreifður um alla á og vatnið gott. Áin er komin í 120 laxa og góður tími er ennþá eftir. Mér finnst Búðardalsá skemmtileg og fjölbreytt veiðiá,” sagði Jóhann Gísli og hélt áfram að reyna, skömmu seinna kom enn einn laxinn á land hjá þeim félögum.
Veiðimenn voru að reyna í Krossá og Flesskudalsá í fyrrakvöld þegar rennt var framhjá, vatnsmiklar og fiskur á ferðinni.
Mynd. Það tignarlegt viða við Búðardalsá og flottir staðir.
Mynd. Jóhann Gísli Hermannsson rennir fyrir fiska í Búðardalsá.
Mynd. Jóhann Gísli Hermannsson, Olgeir Haraldsson og Jóhannes Jóhannsson með lax úr veiðistað 19.
Myndir María Gunnarsdóttir.
Veiðar · Lesa meira