„Þetta er svo einstakt og fallegt land sem þið búið í. Ég hef líka hrifist af þeirri virðingu sem fólk hér ber fyrir laxveiðinni og náttúrunni. Við höfum átt svo stórkostlegan tíma hér á Íslandi með okkar samstarfsaðilum og frábæru veiðifólki. Ég er uppfull af aðdáun og þakklæti eftir þessa veiðisamveru hér á Íslandi og ekki síst í Stóru Laxá þar sem ég veiddi lax í fyrsta skipti,“ sagði Francesca Curtolo í samtali við Sporðaköst. Francesca var hér á landi með hópi frá Patagonía þar sem þau hittu viðskiptavini og samstarfsaðila.
Hún er einn af framkvæmdastjórum Patagonía og ber ábyrgð á fluguveiðihluta félagsins í Evrópu. Patagonía er í fremstu röð þegar kemur að umhverfismálum og hefur styrkt margskonar verkefni á því sviði, bæði hérlendis og víða um heim.
Francesca fékk sinn maríulax í Stekkjarnefi í Stóru Laxá og brosir hér allan hringinn. Laxinn mældist 71 sentímetri og er nýgenginn og silfraður eftir því. Ljósmynd/Sindri Þór
mbl.is – Veiði · Lesa meira