Svo virðist sem enginn lax sé kominn á land í Blöndu eftir viku veiði sem verður að teljast ansi rólegt í byrjun. En eftir þeim fréttum sem við fengum í dag hefur enginn lax veiðst frá opun árinnar en nokkrir laxar hafa gengið í gegnum teljarann. Veiðin fer vonandi að glæðast í Blöndu og það er stækkandi straumur í nótt.
„Hollið er komið með 6 laxa,“ sagði veiðimaður sem var alla vega búinn að fá lax í Norðurá í Borgarfirði en áin hefur gefið á milli 25 og 30 laxa. „Það fékkst lúsugur lax í dag en þetta er rólegt,“ sagði veiðimaður í Þverá en það er allt með kyrrum kjörum þar. Opnunarhollið í Kjarrá fékk 15 laxa og árnar hafa gefið um 30 laxa.
Annar hver fiskifræðingur var búinn að tala um góðar tveggja ára göngur í byrjun og allt getur því gerst ennþá. Veiðitíminn er bara rétt að byrja.
Mynd. Blanda hefur ekki gefið laxa ennþá.
Veiðar · Lesa meira