„Fékk lítið hjartaáfall þegar hann stökk“

Stærsti lax sum­ars­ins í Laxá á Ásum veidd­ist í vik­unni í Lang­hyl, eins og svo oft áður. Jón Þór Sig­ur­vins­son var við veiðar og hann hef­ur lengi átt sér þann draum að kom­ast í níu­tíu plús klúbb­inn. Átti stærst 87 sentí­metra fisk, sem hann veiddi ein­mitt í Lang­hyl í Ásun­um fyr­ir ein­um átta árum.

Eins og flest­ir veiðimenn vita þá er alltaf séns á æv­in­týri, svo fremi að flug­an sé út í. Jón Þór kom að Lang­hyl og flug­an sem fór und­ir var Val­beinn sem Reiða önd­in hnýt­ir og hef­ur gefið vel í sum­ar.

Þetta er stærsti lax­inn til þessa í Laxá á Ásum. Hann tók Val­bein mícrókón í Lang­hyl. Ljós­mynd/​Sturla Birg­is­son

mbl.is – Veiði · Lesa meira