Fimm á opnunarvakt og engin rauð flögg

Með hófstillta von í brjósti byrjuðu veiðimenn snemma þann 18. júní í opn­un Víðidals­ár. Frétt Sporðak­asta um mögu­leg rauð flögg á lofti í laxveiðinni fór illa ofan í menn með eggj­um og bei­koni. Það átti eft­ir að breyt­ast fljótt og ör­ugg­lega. Skemmst er frá því að segja að lax­ar veidd­ust á öll­um svæði ár­inn­ar. Fyrsta lax­inn fékk Rögn­vald­ur Guðmunds­son klukk­an 8:04 í Neðri Ármót­um. Reynd­ist þar á ferð 86 sentí­metra Víðidals­ár­hrygna. Speg­il­björt og fög­ur. Stuttu síðar var sett í landað fiski í Ker­inu í Fitjá. Ann­ar fylgdi svo í kjöl­farið. Á neðsta svæðinu fékkst einn lax í Faxa­bakka og sá fimmti kom á land á svæði tvö í veiðistaðnum Galta­nesi. Sam­tals fimm lax­ar á fyrstu vakt­inni. Eng­in rauð flögg í Víðidal.

Tekist á við fyrsta laxinn í Víðidalsá sumarið 2025. Rögnvaldur Guðmundsson með hann. 86 sentímetra hrygna kom á land. Ljósmynd/Sporðaköst

mbl.is – Veiði · Lesa meira