Fimm laxar í opnun á Iðu – öllum sleppt

Fimm löx­um var landað á Iðu í opn­un þann 21. júní síðastliðinn. All­ir fisk­arn­ir voru gerðarleg­ir tveggja ára lax­ar á bil­inu 80 til 87 sentí­metr­ar. Einn af þeim sem var að veiða var Gunn­ar Pét­urs­son kennd­ur við gamla vinnustaðinn sem var slökkviliðið. „Þetta var frá­bær morg­un. Auðvitað aðeins ónæði og kallað var á lög­regl­una. Hún tók niður nöfn­in okk­ar og ræddi við Finn Harðar­son og vísaði hon­um svo í burtu og hann fór. Ann­ars var þetta góður morg­un og við sátt­ir við veiðina.

Fjöl­marg­ir úr hópi Iðuliða hef­ur haft sam­band við Sporðaköst vegna frétt­ar af mál­inu í morg­un og gert at­huga­semd­ir við frétt Sporðak­asta þar sem vitnað er í samn­ing frá 1978 sem stjórn Stóru–Laxár­deild­ar gerði við Iðubænd­ur. Þeim samn­ingi var sagt upp í vet­ur og hafa marg­ir at­huga­semd­ir við að stang­veiðirétt­ur á Iðu byggi á þeim samn­ingi. Það er að þeirra sögn ekki rétt. Er því hér með komið til skila.

Gunnar Pétursson með einn af fyrstu löxum sumarsins úr Hvítá við Iðu. Ljósmynd/Dolli

mbl.is – Veiði · Lesa meira