Fimm löxum var landað á Iðu í opnun þann 21. júní síðastliðinn. Allir fiskarnir voru gerðarlegir tveggja ára laxar á bilinu 80 til 87 sentímetrar. Einn af þeim sem var að veiða var Gunnar Pétursson kenndur við gamla vinnustaðinn sem var slökkviliðið. „Þetta var frábær morgun. Auðvitað aðeins ónæði og kallað var á lögregluna. Hún tók niður nöfnin okkar og ræddi við Finn Harðarson og vísaði honum svo í burtu og hann fór. Annars var þetta góður morgun og við sáttir við veiðina.
Fjölmargir úr hópi Iðuliða hefur haft samband við Sporðaköst vegna fréttar af málinu í morgun og gert athugasemdir við frétt Sporðakasta þar sem vitnað er í samning frá 1978 sem stjórn Stóru–Laxárdeildar gerði við Iðubændur. Þeim samningi var sagt upp í vetur og hafa margir athugasemdir við að stangveiðiréttur á Iðu byggi á þeim samningi. Það er að þeirra sögn ekki rétt. Er því hér með komið til skila.
Gunnar Pétursson með einn af fyrstu löxum sumarsins úr Hvítá við Iðu. Ljósmynd/Dolli
mbl.is – Veiði · Lesa meira