Veiði í Elliðaám hófst í morgun. Ragnheiður Thorsteinsson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, lýsti formlega yfir opnun ánna og bauð svo venju samkvæmt borgarstjóranum í Reykjavík að ganga til veiða.
Viðstöddum var þá boðið upp á morgunkaffi og með því.
Heiða Björg Hilmarsdóttir borgarstjóri beið ekki boðanna og óð út í árnar með Ragnheiði sér til halds og trausts.
Heiða Björg Hilmarsdóttir borgarstjóri freistar þess að krækja í fyrsta lax veiðisumarsins í Elliðaánum. mbl.is/Karítas
mbl.is – Veiði · Lesa meira