Fyrsti lax sumarsins 2024

Vertíðin er hafin! Fyrsti lax sumarsins á Íslandi kom á land í Skugga fyrr í dag, nánar tiltekið í Skuggastreng. Hann mældist 84 cm.

Staðfest hefur verið að lax hefur sést í Laxá í Kjós og eins og menn vita þá er sennilegt að hann fari á láta sjá sig á öðrum veiðisvæðum fljótlega, eins Urriðafossi, Norðurá, Þverá/Kjarrá, Blöndu og Elliðaám.

Ljósmynd: Fyrsti lax sumarsins 2024 sem fékkst á veiðistaðnum Skugga, ármótum Grímsár og Hvítár.

Fréttin er að hluta til fengin frá Hreggnasa, unnin af Veiðiheimum.