Deila um aðgengi að veiðistöðum og sleppitjörnum við Eystri Rangá hefur tekið á sig margvíslegar myndir og leitt til réttaróvissu. Nú hefur Hæstiréttur eytt þeirri óvissu með dómi sínum frá því í síðustu viku. Óvissan sneri fyrst og fremst að formi og samþykktum veiðifélaga og þá um leið aðildarhæfi þeirra að dómsmálum og þá um leið ýmsa aðra hluti sem snúa að réttindum og skyldum. Deilan um aðgengi að veiðistöðum þróaðist þannig út í allt aðra og mikilvægari sálma.
Guðjón Ármannsson, lögmaður Veiðifélags Eystri Rangár segir dóminn ekki hafa komið á óvart. Ljósmynd/LEX
mbl.is – Veiði · Lesa meira