Byrjum á slæmu fréttunum. Hálslón er að detta á yfirfall og það þýðir að Jökla, spútnik laxveiðiáin í ár verður óveiðanlega þegar líður á morgundaginn. Á sama tíma er það að uppgötvast að lax er kominn 10 kílómetrum ofar í ána en vitað var.
Hálslón er orðið fullt og á meðan að það fyllir starfsmenn Landsvirkjunar öryggistilfinningu vegna raforkusamninga í haust og í vetur, þá er það áfall fyrir starfsemina í laxveiðiánni Jöklu fyrir austan. Þegar yfirfall verður í Hálslóni litast Jökla og vatnsmagnið eykst og áin verður óveiðanleg.
Hér er Skúli Björn Gunnarsson með lax sem hann veiddi í enn einum könnunarleiðangri í Jöklu. Þessi veiddist nokkuð fyrir ofan ferðamannastaðinn Stuðlagil og um tíu kílómetra fyrir ofan efsta veiðistað, Tregluhyl. Ljósmynd/Skúli Björn Gunnarsson
mbl.is – Veiði · Lesa meira