„Hafró og Fiskistofa hysji upp um sig“

Tveir af reynslu­mestu veiðimönn­um lands­ins hafa kallað eft­ir því að sett verði á sölu­bann á villt­um laxi. Árni Bald­urs­son reið á vaðið í vik­unni en nú tek­ur Har­ald­ur Ei­ríks­son und­ir þetta sjón­ar­mið vill að Hafró og Fiski­stofa hysji upp um sig bux­urn­ar og banni neta­veiði og setji á sölu­bann á villt­um laxi.

Har­ald­ur Ei­ríks­son er leigutaki Laxár í Kjós og hann hef­ur áhyggj­ur af stöðunni, en veiði hef­ur verið langt und­ir því sem menn þekkja þar á bæ og víðar, það sem af er veiðitíma. Halli er ekk­ert að skafa utan af því í pistli sem hann birti á face­booksíðu sinni fyrr í dag. Þar seg­ir hann meðal ann­ars.

„Maður spyr sig hvort að sér­fræðing­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem sáu óum­beðnir um vænt­inga­stjórn­un­ina þetta árið hafi hrein­lega gleymt þeirri aug­ljósu breytu sem ógn­arkalt vor og sum­ar get­ur haft. Hita­stig sjáv­ar skipt­ir nefni­lega engu máli ef eng­in seiði ganga til hafs.

Haraldur Eiríksson lemur í borðið. Hann vill aðgerðir frá þeim stofnunum sem halda utan um villta laxinn. Sölubann og bann við netaveiði. Ljósmynd/HE

mbl.is – Veiði · Lesa meira