Tveir af reynslumestu veiðimönnum landsins hafa kallað eftir því að sett verði á sölubann á villtum laxi. Árni Baldursson reið á vaðið í vikunni en nú tekur Haraldur Eiríksson undir þetta sjónarmið vill að Hafró og Fiskistofa hysji upp um sig buxurnar og banni netaveiði og setji á sölubann á villtum laxi.
Haraldur Eiríksson er leigutaki Laxár í Kjós og hann hefur áhyggjur af stöðunni, en veiði hefur verið langt undir því sem menn þekkja þar á bæ og víðar, það sem af er veiðitíma. Halli er ekkert að skafa utan af því í pistli sem hann birti á facebooksíðu sinni fyrr í dag. Þar segir hann meðal annars.
„Maður spyr sig hvort að sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar sem sáu óumbeðnir um væntingastjórnunina þetta árið hafi hreinlega gleymt þeirri augljósu breytu sem ógnarkalt vor og sumar getur haft. Hitastig sjávar skiptir nefnilega engu máli ef engin seiði ganga til hafs.
Haraldur Eiríksson lemur í borðið. Hann vill aðgerðir frá þeim stofnunum sem halda utan um villta laxinn. Sölubann og bann við netaveiði. Ljósmynd/HE
mbl.is – Veiði · Lesa meira