„Ég hef aldrei séð annað eins og þessa vatnavexti hér í Dölunum í dag,“ sagði Sæmundur Kristjánsson hjá Vegagerðinni í Búðardal, en hamfarir voru á stórum hluta Vesturlands síðustu klukkatímana.
Ár urðu að stórfljótum og vegfarendur komust hvorki lönd né strönd. Á lóninu í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum hreinsaðist brú út á sjó sem veiðimenn standa á sumrin og veiða fisk.
Seiði hafa drepist í stórum stíl í ánum á svæðinu sem hafa skolast út á haf. Enda erfitt fyrir seiðin að komast í skjól í þessum vatnavöxtum sem engu eyra. Staðir og hyljir í ánum þekkjast vart lengur eftir þessar óvenjulegu hamfarir.
Myndin var tekin í lóninu í dag þar sem Hvolsá og Staðarhólsá renna í ósinn og brúin stendur þarna ennþá, rétt áður en hún fór fyrir fullt og allt.
Hvolsá og Staðarhólsá / Mynd: Sæmundur
Veiðar · Lesa meira