„Hermdarverk og atlaga að náttúru“

Afar harðorð álykt­un var samþykkt á aðal­fundi Lands­sam­bands veiðifé­laga vegna sjókvía­eld­is á laxi við Íslands­strend­ur. Talað er um at­lögu að ís­lenskri nátt­úru og hermd­ar­verk á villt­um laxa­stofni Íslands. Í álykt­un­inni set­ur Lands­sam­bandið fram áhersl­ur í fjór­um liðum þar sem kraf­ist er að ein­ung­is verði heim­illt að ala ófrjó­an lax þar til slíkt eldi verði bannað með lög­um.

Kallað er eft­ir friðun á fimm fjörðum fyr­ir sjókvía­eldi. Þá vill aðal­fund­ur­inn að eld­is­fyr­ir­tæki verið gerð ábyrg fyr­ir því tjóni sem þau kunna að valda og vilja í því sam­hengi að fé­lög í slík­um rekstri verði gert skylt að vera með um­hverf­is­trygg­ing­ar til að bæta slík­an skaða.

Hér er Jón Helgi Björnsson, formaður stjórnar Landssambands veiðifélaga að fara yfir starf sambandsins á síðasta ári. Ljósmynd/LV

mbl.is – Veiði · Lesa meira