Afar harðorð ályktun var samþykkt á aðalfundi Landssambands veiðifélaga vegna sjókvíaeldis á laxi við Íslandsstrendur. Talað er um atlögu að íslenskri náttúru og hermdarverk á villtum laxastofni Íslands. Í ályktuninni setur Landssambandið fram áherslur í fjórum liðum þar sem krafist er að einungis verði heimillt að ala ófrjóan lax þar til slíkt eldi verði bannað með lögum.
Kallað er eftir friðun á fimm fjörðum fyrir sjókvíaeldi. Þá vill aðalfundurinn að eldisfyrirtæki verið gerð ábyrg fyrir því tjóni sem þau kunna að valda og vilja í því samhengi að félög í slíkum rekstri verði gert skylt að vera með umhverfistryggingar til að bæta slíkan skaða.
Hér er Jón Helgi Björnsson, formaður stjórnar Landssambands veiðifélaga að fara yfir starf sambandsins á síðasta ári. Ljósmynd/LV
mbl.is – Veiði · Lesa meira