„Kveikti í hylnum“ og þá kom sá stærsti

Sann­kallaður risa­slag­ur átti sér stað á stærsta vett­vangi Víðidals­ár í fyrra­dag. Þar tók­ust á einn af stærstu löx­um ár­inn­ar og körfu­boltagoðsögn úr Njarðvík. Maður­inn sem „reynd­ist ákveðinn bana­biti ná­granna okk­ar“ í ein­víg­inu um Íslands­meist­ara­titil­inn í körfu­bolta á vor­dög­um 1991. Til­vitn­un­in er í heimasíðu Njarðvík­ur, þar sem 50 ára af­mæli Gunn­ars Örlygs­son­ar var fagnað fyr­ir skemmstu.

En aft­ur í Dals­árós. Þau hjón­in Gunn­ar og Guðrún Hild­ur Jó­hanns­dótt­ir eða Dunna áttu ósinn. „Það var lítið að ger­ast. Ein­hverj­ir fisk­ar en eng­in taka. Ég greip til þess ráðs sem ég geri stund­um, að kveikja í hyln­um. Óð yfir og tók Collie dog áltúbu og þverk­astaði niður all­an hyl­inn og dró hratt. End­ur­tók svo leik­inn á leiðinni upp eft­ir. Þetta pirraði þá greini­lega og nokkr­ir stukku. Ég óð svo yfir aft­ur og Dunna tók við,“ sagði Gunn­ar í sam­tali við Sporðaköst þegar hann var beðinn um að lýsa hvernig það vildi til að stærsta laxi sum­ars­ins, til þessa var landaði í Víðidalsá.

Sá stærsti til þessa úr Víðidalsá. Mæld­ur 102 sentí­metr­ar. Þar með einn af þeim stærstu á Íslandi það sem af er sumri. Ljós­mynd/​Guðrún Hild­ur Jó­hanns­dótt­ir

mbl.is – Veiði · Lesa meira