Erla Guðrún Emilsdóttir lenti í skemmtilegu ævintýri í veiðistaðnum Smiðshyl í Vatnsdalsá í vikunni. Hún kom að hylnum ásamt leiðsögumanninum sínum, sem var enginn annar en Björn K. Rúnarsson, sem jafnframt er leigutaki árinnar.
Erla Guðrún var ákveðin í að kasta flugunni Unnamed beauty sem hún hafði heyrt af á Sporðaköstum og fór í framhaldi af því í Veiðihornið og keypti fluguna. Sporðaköst birtu frétt um fluguna Unnamed beauty og er tengill á þá frásögn hér að neðan.
Erla Guðrún Emilsdóttir fékk fyrsta laxinn á fluguna “Unnamed beauty”. Það gerðist í Vatnsdalsá í vikunni og listamaðurinn sem hannaði fluguna upphaflega með vatnslitum var á staðnum. Ljósmynd/Erla Guðrún
mbl.is – Veiði · Lesa meira