Landaði þeim fyrsta á “Unnamed beauty”

Erla Guðrún Em­ils­dótt­ir lenti í skemmti­legu æv­in­týri í veiðistaðnum Smiðshyl í Vatns­dalsá í vik­unni. Hún kom að hyln­um ásamt leiðsögu­mann­in­um sín­um, sem var eng­inn ann­ar en Björn K. Rún­ars­son, sem jafn­framt er leigutaki ár­inn­ar. 

Erla Guðrún var ákveðin í að kasta flug­unni Unna­med beauty sem hún hafði heyrt af á Sporðaköst­um og fór í fram­haldi af því í Veiðihornið og keypti flug­una. Sporðaköst birtu frétt um flug­una Unna­med beauty og er teng­ill á þá frá­sögn hér að neðan.

Erla Guðrún Emilsdóttir fékk fyrsta laxinn á fluguna “Unnamed beauty”. Það gerðist í Vatnsdalsá í vikunni og listamaðurinn sem hannaði fluguna upphaflega með vatnslitum var á staðnum. Ljósmynd/Erla Guðrún

mbl.is – Veiði · Lesa meira