„Lax hér í maí er stórkostlegt“

Fyrsti lax­inn í Vatns­dalsá sást í Hólakvörn í gær. Björn K. Rún­ars­son leigutaki var á út­kíkki og sá fisk mætt­an á þenn­an dæmi­gerða vorstað. „Að sjá lax hér í maí er stór­kost­legt,“ sagði Björn í sam­tali við Sporðaköst.

Björn fór aft­ur á út­kíkk í dag. Vind­ur var á Hólakvörn svo þar var ekki hægt að skyggna. Álkan var vatns­mik­il, en þar má oft sjá laxa snemma. Fyr­ir rælni skellti hann sér upp í Stekkj­ar­foss og eft­ir að hafa rýnt lengi ofan í hyl­inn og skoðað þrjá fiska sem hann var ekki sann­færður um að væru lax­ar, kom skyndi­lega einn silf­ur­bjart­ur upp úr dýp­inu. „Ég hef aldrei verið að kíkja eft­ir laxi svona snemma en þetta er al­veg magnað. Þær frétt­ir sem maður er að heyra benda til þess að tveggja ára fisk­ur­inn verði sterk­ur eins og marg­ir hafa verið að bú­ast við.“

Björn K. Rún­ars­son kík­ir í Stekkj­ar­foss, efst í Vatns­dalsá í dag. Eft­ir að hafa rýnt á þrjá fiska sem hann var ekki viss um, kom einn silfraður úr dýp­inu. Ljós­mynd/​María

mbl.is – Veiði · Lesa meira