Veiðifélag Skógár leitar að nýjum leigutaka strax í sumar. Öll veiði í ánni byggir á seiðasleppingum og er veiðifélagið því að leita að áhugasömum aðila sem er tilbúinn til að koma að ræktun og uppbyggingu á veiði í ánni. Skógá hefur sveiflast afskaplega mikið í veiði síðustu ár. Hennar gullaldartími var fyrr á öldinni og skilaði hún þá frábærri veiði í nokkur ár. Stóra sumarið hennar var árið 2008 þegar 1.600 laxar veiddust á fjórar stangir. Svo fór að gjósa. Mikil aska og afleiðingar af henni leiddi til þess að veiði lagðist nánast af í nokkur ár.
Jón Ómar Finnsson með lax úr Raflínustreng. Ljósmynd/ES
mbl.is – Veiði · Lesa meira