Leita að nýjum leigutaka að Skógá

Veiðifé­lag Skógár leit­ar að nýj­um leigu­taka strax í sum­ar. Öll veiði í ánni bygg­ir á seiðaslepp­ing­um og er veiðifé­lagið því að leita að áhuga­söm­um aðila sem er til­bú­inn til að koma að rækt­un og upp­bygg­ingu á veiði í ánni. Skógá hef­ur sveifl­ast af­skap­lega mikið í veiði síðustu ár. Henn­ar gull­ald­ar­tími var fyrr á öld­inni og skilaði hún þá frá­bærri veiði í nokk­ur ár. Stóra sum­arið henn­ar var árið 2008 þegar 1.600 lax­ar veidd­ust á fjór­ar stang­ir. Svo fór að gjósa. Mik­il aska og af­leiðing­ar af henni leiddi til þess að veiði lagðist nán­ast af í nokk­ur ár.

Jón Ómar Finnsson með lax úr Raflínustreng. Ljósmynd/ES

mbl.is – Veiði · Lesa meira